Svavar Guðnason

Svavar Guðnason

Svavar Guðnason Svavar Guðnason fæddist á [Höfn í Hornafirði] [http://is.wikipedia.org/wiki/Hornafj%C3%B6r%C3%B0ur] þann 18. nóvember 1909. Snemma kom í ljós hvert hugur Svavars stefndi. Svavar komst í kynni við málaralistina á uppvaxtarárum sínum, mest fyrir tilstilli Bjarna Guðmundssonar á Höfn, Jóns Þorleifssonar í Hólum og Höskuldar Björnssonar listmálara. Að eigin sögn fór Svavar að mála fyrir alvöru 1934 og hélt ári síðar til Danmerkur. Árið 1939 kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Ástu Eiríksdóttur. Hann nam um tíma við málaradeild Kræstens Iverssen í Konunglegu akademíunni í Kaupmannahöfn. Veturinn 1936-37 fóru tíðindi að gerast í list Svavars, en þá fór stíll hans að koma í ljós. Árið 1937 hélt Svavar heim til Íslands og dvaldist þar um nokkurra mánaða skeið. en lagði meiri áherslu á sjálfsnám og fór m.a. í námsferðir til Parísar og varð virkur þáttakandi í stefnumótun, útgáfumálum og einnig var hann viðloðandi skóla Fernand Léger á meðan hann dvaldi þar. Hann hélt áfram að þreifa fyrir sér á nýju leiðum, vann mest með olíukrít og notfærði sér þau myndefni sem Reykjavík bauð upp á. Þegar seinni heimstyrjöldin braust út lokaðist Svavar inni í Kaupmannahöfn. Á þessum útlegðarárum hófst eitt frjóasta skeiðið í sköpunarferli Svavars. Þá urðu fúgurnar hans til og varð greinileg umbylting um 1940. Öll tök hans urðu markvissari og hnitmiðaðri. Með sýningu sinni í Listamannaskálanum í Reykjavík nokkrum mánuðum eftir stríðslok 1945 innleiddi Svavar Guðnason óhlutbundið myndmál í íslenska myndlist. Sýninguna hélt Svavar eftir rúmlega tíu ára dvöl í Danmörku. Þar hafði hann verið virkur í hópi róttækra myndlistarmanna, sem meðal annars voru kenndir við Cobra. Í skugga og einangrun stríðsins höfðu þessir myndlistamenn leitast við að tjá innri þörf og til þess skapað sjálfsprottið tjáningarform, þar sem myndmál Picassos, expressjónismi Kandinskys og kenningar súrrealista um óhefta tjáningu lágu til grundvallar. Á sýningunni einkenndust verkin af expressjónískum krafti í litameðferð og myndbyggingu. Myndrýmið var að öllu leyti huglægt og efnislega skírskotuðu verkin til hughrifa og tilfinninga í stað ytri raunveru. Sýningin gerði menn ýmist ofsahrifna eða örvita af hneykslun. Íslendinga rak í rogastans þegar óvænt blasti við svo framandleg list eftir íslenskan mann. Sjálfsprottin tjáning var annars eðlis en rökföst formhugsun síðkúbismans sem menn hér heima höfðu áður kynnst og var nauðsynlegur grunnur til að menn gætu meðtekið það afdráttarleysi sem var í verkum Svavars. Verk hans voru ekki tilraunir með óhlutbundið myndmál heldur ávöxtur nýsköpunar í myndlist sem hann hafði tekið virkan þátt í. Það sem Svavar kynnti löndum sínum var nýlist samtímans, áleitin og umbúðalaus; listviðburður sem markaði tímamót í íslenskri myndlist. Fyrir og eftir stríð náði hann að heimsækja Ísland öðru hverju en 1951 fluttist hann alkominn heim og settist að í Reykjavík. Hann var þó áfram virkur í sýningarhaldi á meginlandinu. Svavar Guðnason er einn merkasti listamaður sem Íslendingar geta státað af og fór ótroðnar slóðir í listsköpun sinni. Hann gaf lítið út á frægð og frama og verkin hans standa og tala sínu máli. Þau eru vitnisburður um stórbrotinn listamann og hafa þegar hlotið virðingarsess í íslenskri og ekki síður evrópskri listasögu. Svavar Guðnason er einn fárra íslenskra myndlistamanna sem er vel þekktur utan landsteinanna. Verk hans eru í helstu söfnum Danmörku, eins og Louisiana, Nordjyllands Kunstmuseum og Statens Museum for Kunst og mörgum einkasöfnum í Evrópu sem einkum sérhæfa sig í list Cobra-manna. Undanfarin ár hefur ekkja Svavars, Ásta Eiríksdóttir, fært Sveitarfélaginu Hornafirði fjölda verka eftir mann sinn og er óvíða jafn mörg verk á einum stað. Svavar andaðist í Reykjavík í júní 1988.

Heimildir: Listasafn Íslands. 1990. Svavar Guðnason 1909 – 1988, bls 7-8. Oddi hf. ReykjavíkArnþór Gunnarsson. 2000. Saga Hafnar síðara bindi 1940-1975, bls 454-455. Oddi hf. Sveitafélagið Hornafjörður


Wikimedia Foundation. 2010.

Игры ⚽ Поможем написать реферат

Look at other dictionaries:

  • Guðnason — oder Gudnason ist der Name folgender Personen: Hilmir Snær Guðnason (* 1969), isländischer Schauspieler Svavar Guðnason (1909–1988), isländischer Maler Sverrir Gudnason (* 1978), schwedischer Schauspieler Diese Seite ist eine …   Deutsch Wikipedia

  • Gudnason — Guðnason ist der Name folgender Personen: Hilmir Snær Guðnason‎ (* 1969), isländischer Schauspieler Svavar Guðnason (1909–1988), isländischer Maler …   Deutsch Wikipedia

  • List of Icelandic artists — Art has existed in Iceland since the first settlements, but it was only at the beginning of the 20th century that Icelandic artists came to an international reputation. Mostly, they had studied in other countries, e.g. in Denmark.PaintersThe most …   Wikipedia

  • COBRA (avant-garde movement) — COBRA (or CoBrA) was a European avant garde movement active from 1948 to 1951. The name was coined in 1948 by Christian Dotremont from the initials of the members home cities: Copenhagen (Co), Brussels (Br), Amsterdam (A). Contents 1 History 2… …   Wikipedia

  • Art of Iceland — Icelandic visual art has been built on northern European traditions of the nineteenth century, but developed in distinct directions in the twentieth century, influenced in particular by the unique Icelandic landscape as well as by Icelandic… …   Wikipedia

  • CoBrA — (auch Cobra oder COBRA) war eine von 1948 bis 1951 bestehende Pariser Künstlergruppe. Inhaltsverzeichnis 1 Geschichte 2 Mitglieder 3 Literatur 4 Weblinks …   Deutsch Wikipedia

  • Gardarsholm — Lýðveldið Ísland Republik Island …   Deutsch Wikipedia

  • Garðarsholmur — Lýðveldið Ísland Republik Island …   Deutsch Wikipedia

  • Iceland — Lýðveldið Ísland Republik Island …   Deutsch Wikipedia

  • Island — Ísland Island …   Deutsch Wikipedia

Share the article and excerpts

Direct link
Do a right-click on the link above
and select “Copy Link”